Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt að selja jörðina Hlíðarenda til Icelandic Water Holding (IWH), sem er í meirihlutaeigu Jóns Ólafssonar og sonar hans, en fyrirtækið hyggst nýta jörðina undir byggingu vatnsverksmiðju.
Á jörðinni eru vatnslindir sem uppfylla kröfur til vatnsframleiðslu á erlenda markaði. Jörðin er seld á 100 milljónir króna en hún er 1.544 hektara að stærð. Af því sést að fermetrinn kostar 15 aura.
Að sögn Ólafs Áka Ragnarssonar, bæjarstjóra Ölfuss, hefur þarna orðið nokkur breyting á áður fyrirhugaðri staðsetningu verksmiðjunnar. IWH hafði fengið úthlutað 80.000 fermetra lóð undir verksmiðju fyrirtækisins á Hafnarsandi en bandarískir ráðgjafar fyrirtækisins lögðust gegn þeirri staðsetningu.
Að sögn Ragnars Birgissonar, forstjóra IWH, var nauðsynlegt að hafa staðsetningu verksmiðjunnar á öðrum stað en fyrirhugað var. Til að geta kallað vatnið "springwater" í Bandaríkjunum eða "mineralwater" í Evrópu er nauðsynlegt að uppfylla tiltekin skilyrði og meðal annars að vatnið sé tekið úr tiltekinni lind. Framangreind skilgreining er nauðsynleg til að hægt sé að kalla vatnið úrvalsvatn, eða "premium", en þá fer það í hærri verðflokk. Ragnar sagði að breytt staðsetning hefði engin áhrif á stofnkostnað. Fyrirtækið hefur látið framkvæma þrjár tilraunaboranir að Hlíðarenda og hafa þær tekist vel en vatnið sem þarna rennur fram er meðal annars af Bláfjallasvæðinu. Ragnar sagðist halda að tilfærsla á fyrirhuguðu verksmiðjustæði væri til bóta á flesta lund.
Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag -- það er aðgengilegt hér á síðunni á pdf-formi.
Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt að selja jörðina Hlíðarenda til Icelandic Water Holding (IWH), sem er í meirihlutaeigu Jóns Ólafssonar og sonar hans, en fyrirtækið hyggst nýta jörðina undir byggingu vatnsverksmiðju.
Á jörðinni eru vatnslindir sem uppfylla kröfur til vatnsframleiðslu á erlenda markaði. Jörðin er seld á 100 milljónir króna en hún er 1.544 hektara að stærð. Af því sést að fermetrinn kostar 15 aura.
Að sögn Ólafs Áka Ragnarssonar, bæjarstjóra Ölfuss, hefur þarna orðið nokkur breyting á áður fyrirhugaðri staðsetningu verksmiðjunnar. IWH hafði fengið úthlutað 80.000 fermetra lóð undir verksmiðju fyrirtækisins á Hafnarsandi en bandarískir ráðgjafar fyrirtækisins lögðust gegn þeirri staðsetningu.
Að sögn Ragnars Birgissonar, forstjóra IWH, var nauðsynlegt að hafa staðsetningu verksmiðjunnar á öðrum stað en fyrirhugað var. Til að geta kallað vatnið "springwater" í Bandaríkjunum eða "mineralwater" í Evrópu er nauðsynlegt að uppfylla tiltekin skilyrði og meðal annars að vatnið sé tekið úr tiltekinni lind. Framangreind skilgreining er nauðsynleg til að hægt sé að kalla vatnið úrvalsvatn, eða "premium", en þá fer það í hærri verðflokk. Ragnar sagði að breytt staðsetning hefði engin áhrif á stofnkostnað. Fyrirtækið hefur látið framkvæma þrjár tilraunaboranir að Hlíðarenda og hafa þær tekist vel en vatnið sem þarna rennur fram er meðal annars af Bláfjallasvæðinu. Ragnar sagðist halda að tilfærsla á fyrirhuguðu verksmiðjustæði væri til bóta á flesta lund.
Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag -- það er aðgengilegt hér á síðunni á pdf-formi.