Ísorka hefur orðið fyrsta hleðslustöðvarfyrirtæki í Evrópu til að bjóða vottaðar kolefniseiningar og í fyrsta skipti á Íslandi verða til vottaðar kolefniseiningar sem hægt er að nýta strax.
Á Íslandi hafa hingað til aðeins verið í boði kolefniseiningar í bið eins og þekkist til dæmis úr skógræktarverkefnum.
Ísorka hefur orðið fyrsta hleðslustöðvarfyrirtæki í Evrópu til að bjóða vottaðar kolefniseiningar og í fyrsta skipti á Íslandi verða til vottaðar kolefniseiningar sem hægt er að nýta strax.
Á Íslandi hafa hingað til aðeins verið í boði kolefniseiningar í bið eins og þekkist til dæmis úr skógræktarverkefnum.
Í lok mars kláraðist formlega það ferli Ísorku að votta kolefniseiningar út frá aðferðafræðinni VM0038 frá alþjóðlega staðlinum Verra sem metur hvernig aukið aðgengi rafhleðslustöðva spornar gegn bruna á jarðefnaeldsneyti.
„Ísorka er fyrsta fyrirtækið í Evrópu sem tekst á við þessa vottun, áfanginn er því mikil tímamót og staðfestir mikilvægi orkuskipta í vegferðinni að aukinni sjálfbærni,“ segir Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku.
Vottunin er alþjóðleg og gildir fyrir rafhleðslustöðvar fyrir bæði lítil og stór farartæki. Aðferðafræðin býður upp á leið til að reikna út og votta losun gróðurhúsalofttegunda út frá uppsetningu, rekstri og notkun rafhleðslustöðva og hleðslu viðeigandi rafbílaflota og vottar kolefniseiningarnar út frá forvörninni.