Hlutabréf Marel lækkuðu um 2,15% við lokun Kauphallarinnar í dag og nam velta félagsins 182 milljónir króna. Hlutabréfaverð Marel er nú 436 krónur á hvern hlut.

Gengi Alvotech lækkaði einnig um 2,15% og situr hlutabréfaverð í 1.140 krónum á hvern hlut. Minni sveiflur hafa verið á hlutabréfum félagsins undanfarnar vikur en Alvotech lækkaði töluvert í byrjun apríl vegna óvissu fyrirtækisins á bandarískum lyfjamarkaði.

Kvika hækkaði um 1,16% og nam velta bankans 215 milljónir króna. Hlutabréf Símans hækkuðu einnig en gengi Símans hefur farið lækkandi síðan í lok apríl.

Arion lækkaði einnig um 1,17% og nam velta bankans 419 milljónir króna. Gengi Arion hefur ekki verið lægra síðan í maí 2021.