Hluta­bréfa­verð Festi hækkaði um 3% í 333 milljón króna við­skiptum í dag en rétt eftir há­degi var greint frá því að Sam­keppnis­eftir­litið sam­þykkti kaup Festis á öllu hluta­fé í Lyfju.

Gengi Festi hefur verið á miklu skriði síðustu daga og hækkað um rúm 8% síðustu fimm við­skipta­daga. Dagsloka­gengið var 206 krónur og hefur ekki verið hærra síðan í septem­ber 2022.

Hluta­bréfa­verð Festi hækkaði um 3% í 333 milljón króna við­skiptum í dag en rétt eftir há­degi var greint frá því að Sam­keppnis­eftir­litið sam­þykkti kaup Festis á öllu hluta­fé í Lyfju.

Gengi Festi hefur verið á miklu skriði síðustu daga og hækkað um rúm 8% síðustu fimm við­skipta­daga. Dagsloka­gengið var 206 krónur og hefur ekki verið hærra síðan í septem­ber 2022.

Hluta­bréfa­verð málm­leitar­fé­lagsins Amaroq lækkaði um tæp 4% í 230 milljón króna við­skiptum en fé­lagið hélt fjár­festa­dag í höfuð­stöðvum Lands­bankans í gær. Gengi Amaroq, sem leiddi hækkanir á aðal­markaði í fyrra, hefur verið nokkuð stöðugt í ár og hækkað um tæp 2% á árinu.

Hluta­bréfa­verð Sýnar hélt á­fram að lækka í dag en gengi fjöl­miðla- og fjar­skipta­fyrir­tækisins hefur lækkað um rúm 30% frá lokum apríl er fé­lagið sendi frá sér nei­kvæða af­komu­við­vörun.

Hluta­bréf í Sýn lækkuðu um 3% í 300 milljón króna við­skiptum. Dagsloka­gengið var 33,2 krónur og hefur það ekki verið lægra í fjögur ár.

Úr­vals­vísi­talan OMXI15 lækkaði um 0,56% og var heildar­velta á markaði 2,6 milljarðar.