Hlutabréfaverð Icelandair hefur hækkað um rúm 9% síðastliðinn mánuð en dagslokagengi félagsins náði þó ekki yfir eina krónu eftir viðskipti dagsins. Gengi fór undir eina krónu í lok maímánaðar og hefur lækkað um tæp 30% það sem af er ári.
Gengi flugfélagsins hækkaði um rúm 3% í um 297 milljón króna veltu í dag.
Hlutabréf í Play hækkuðu annan viðskiptadaginn í röð en gengi flugfélagsins fór upp um rúmt 1% í viðskiptum dagsins.
Þrátt fyrir um 5% lækkun síðustu tvo viðskiptadaga hefur gengi flugfélagsins hefur lækkað um rúm 8% síðastliðinn mánuð. Hlutabréfaverð Play er um 77% lægra en í upphafi árs.
Gengi flugfélaganna tveggja hefur tekið örlítið við sér síðustu daga en olíuverð hefur verið að lækka verulega að undanförnu.
Hlutabréfaverð Icelandair hefur hækkað um rúm 9% síðastliðinn mánuð en dagslokagengi félagsins náði þó ekki yfir eina krónu eftir viðskipti dagsins. Gengi fór undir eina krónu í lok maímánaðar og hefur lækkað um tæp 30% það sem af er ári.
Gengi flugfélagsins hækkaði um rúm 3% í um 297 milljón króna veltu í dag.
Hlutabréf í Play hækkuðu annan viðskiptadaginn í röð en gengi flugfélagsins fór upp um rúmt 1% í viðskiptum dagsins.
Þrátt fyrir um 5% lækkun síðustu tvo viðskiptadaga hefur gengi flugfélagsins hefur lækkað um rúm 8% síðastliðinn mánuð. Hlutabréfaverð Play er um 77% lægra en í upphafi árs.
Gengi flugfélaganna tveggja hefur tekið örlítið við sér síðustu daga en olíuverð hefur verið að lækka verulega að undanförnu.
Verðið á Brent-hráolíu, sem er meðal annars notuð í eldsneyti, hefur lækkað um 7% síðustu fimm daga og um 10% síðastliðinn mánuð. Samkvæmt framvirkum samningum er verðið á tunnunni í kringum 72 dali um þessar mundir.
Hlutabréfaverð fasteignafélagsins Heima hækkaði þriðja viðskiptadaginn í röð er gengið fór upp um 2,5%.
Hlutabréf fasteignafélagsins hafa nú hækkað um rúm 17% síðastliðinn mánuð en erlendir sjóðir hafa meðal annars verið að kaupa bréf í félaginu.
Gengi málmleitarfélagsins Amaroq leiddi lækkanir er hlutabréfaverð félagsins fór niður um 4% í 161 milljóna viðskiptum. Dagslokagengi Amaroq var 102 krónur en það stóð hæst í 150,5 krónum um miðjan mars.
Úrvalsvísitalan OMXI15 hækkaði um 0,3% og var heildarvelta í Kauphöllinni 4,2 milljarðar.