Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,3% í 3,2 milljarða króna veltu á aðamarkaði Kauphallarinnar í dag. Fimmtán félög aðalmarkaðarins lækkuðu í viðskiptum dagsins og þrjú hækkuðu.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,3% í 3,2 milljarða króna veltu á aðamarkaði Kauphallarinnar í dag. Fimmtán félög aðalmarkaðarins lækkuðu í viðskiptum dagsins og þrjú hækkuðu.

Mesta breytingin var á gengi hlutabréfa Play sem lækkuðu um 5,5% í 18 milljóna króna veltu og stendur nú í 1,71 krónum á hlut. Dagslokagengi Play hefur aldrei verið lægra og er hlutabréfaverð félagsins nú um 78% lægra en í upphafi árs.

Gengi flugfélagsins er nú 62% undir 4,5 krónu útgáfuverðinu í 4,6 milljarða króna hlutafjáraukningunni sem félagið lauk í vor.

Auk Play þá lækkuðu hlutabréf Amaroq Minerals, Hampiðjunnar og Snar um meira en þrjú prósent í dag.

Gengi hlutabréfa Hampiðjunnar lækkuðu um 3,3% í 163 milljóna veltu og stóð í 105,5 krónum á hlut við lokun Kauphallarinnar. Hlutabréf Hampiðjunnar hafa nú fallið um 7,8% frá því að félagið birti árshlutauppgjör á fimmtudaginn síðasta, þar sem fram kom að síðasti ársfjórðungur hefði einkennst af sölutregðu í mörgum löndum.

Hlutabréfaverð Sýnar, sem birti einnig uppgjör í síðustu viku, féll um 3,3% í 38 milljóna veltu og endaði daginn í 29,6 krónum á hlut. Dagslokagengi Sýnar fór síðast undir 30 krónur á hlut í október 2020.