Hlutabréfaverð bandaríska fjölmiðilsins The New York Times hefur hækkað um 6% í utanþingsviðskiptum eftir að fjölmiðlasamsteypan birti uppgjör fyrir opnun markaða í dag.
Samkvæmt The Wall Street Journal fjölgaði stafrænum áskrifendum fjölmiðilsins um 300 þúsund á síðasta fjórðungi og eru áskrifendur orðnir yfir tíu milljónir í fyrsta sinn í sögu miðilsins.
Samþættar áskriftir eru að drífa fjölgunina þar sem notendur kaupa aðgang að leikjum, fréttavefnum, matreiðslubókum og fleira.
Hlutabréfaverð bandaríska fjölmiðilsins The New York Times hefur hækkað um 6% í utanþingsviðskiptum eftir að fjölmiðlasamsteypan birti uppgjör fyrir opnun markaða í dag.
Samkvæmt The Wall Street Journal fjölgaði stafrænum áskrifendum fjölmiðilsins um 300 þúsund á síðasta fjórðungi og eru áskrifendur orðnir yfir tíu milljónir í fyrsta sinn í sögu miðilsins.
Samþættar áskriftir eru að drífa fjölgunina þar sem notendur kaupa aðgang að leikjum, fréttavefnum, matreiðslubókum og fleira.
Tekjur félagsins námu 625,1 milljón Bandaríkjadala á fjórðungnum sem samsvarar um 86 milljörðum króna á gengi dagsins. Hagnaður félagsins nam 65,5 milljónum dala sem samvarar um 9 milljörðum króna á gengi dagsins og er um 41% hækkun á milli ára.
Heildaráskrifendur miðilsins, sem nær einnig yfir prentútgáfuna, námu 10,8 milljónum. Tekjur af hverjum áskrifenda voru einnig meiri á milli ára.
The Athletic, íþróttafjölmiðill samstæðunnar, tapaði 2,4 milljónum dala á fjórðungnum sem er þó töluvert minna en tap síðustu fjórðunga.