Stöðugleiki hefur einkennt gjaldeyrismarkaðinn það sem af er ári og hefur Seðlabankinn ekki beitt inngripum síðan í febrúar, samkvæmtFjármálastöðugleikariti bankans sem kom út í gær.
Gengisflökt hefur verið töluvert undir langtímameðaltali og velta á millibankamarkaði með gjaldeyri lítil.
Að mati bankans kann það að benda til jafnvægis í gjaldeyrisflæði til og frá landinu en viðskiptabankarnir leita á gjaldeyrismarkað þegar ójafnvægi er í inn- og útflæði gjaldeyris.
Stöðugleiki hefur einkennt gjaldeyrismarkaðinn það sem af er ári og hefur Seðlabankinn ekki beitt inngripum síðan í febrúar, samkvæmtFjármálastöðugleikariti bankans sem kom út í gær.
Gengisflökt hefur verið töluvert undir langtímameðaltali og velta á millibankamarkaði með gjaldeyri lítil.
Að mati bankans kann það að benda til jafnvægis í gjaldeyrisflæði til og frá landinu en viðskiptabankarnir leita á gjaldeyrismarkað þegar ójafnvægi er í inn- og útflæði gjaldeyris.
Gengi krónunnar tók að lækka síðla sumars og hafði lækkað um ríflega 2% þegar mest lét í byrjun september. Um helmingur lækkunarinnar hefur nú gengið til baka.
„Hrein framvirk gjaldeyrisstaða viðskiptabankanna lækkaði um samtals 30 ma.kr. í júlí og ágúst og afleiðusamningum með krónuna fækkaði um fjórðung á sama tíma,“ segir í Fjármálastöðugleika.
Í lok ágúst tilkynnti bandaríska félagið John Bean Technologies Corporation (JBT) um framlengingu yfirtökutilboðs í Marel en upphaflega stóð til að kynna niðurstöðuna í september.
Hluthafar Marel geta valið um að fá alfarið greitt í reiðufé, blöndu af reiðufé og bréfum í sameinuðu félagi eða eingöngu í hlutafé.
Greiðsla í reiðufé til hluthafa getur hins vegar að hámarki orðið 950 milljónir evra.
Seðlabankinn segir að gangi viðskiptin eftir gæti áhrifa þeirra gætt á gjaldeyrismarkaði þar sem félagið er í meirihlutaeigu innlendra aðila.