Hallgerður ehf., félag utan um rekstur Hótels Rangár, hagnaðist um 558 milljónir króna í fyrra en árið áður nam hagnaður 116 milljónum.
Hallgerður ehf., félag utan um rekstur Hótels Rangár, hagnaðist um 558 milljónir króna í fyrra en árið áður nam hagnaður 116 milljónum.
Svipaður taktur var í rekstri félagsins árin 2023 og 2022 og námu rekstrartekjur 1,3 milljörðum bæði árin. Stóraukinn hagnaður skýrist af söluhagnaði vegna reksturs Hótels Hálands og Hálendismiðstöðvarinnar, Hrauneyjum.
Hagnaður dótturfélagsins Pólar Hótel ehf. nam 447 milljónum króna þar sem félagið seldi rekstur sinn og fasteignir sínar að Hrauneyjum til Bláa Lónsins. Miðað við sjóðstreymisyfirlit Pólar Hótels nam söluandvirðið 737 milljónum króna.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér og lesið fréttina í heild hér.