Afkoma Søstrene Grene group hefur aldrei verið meiri er fjölskyldufyrirtækið skilaði 213 milljóna danskra króna hagnaði í fyrra. Samsvarar það um 4,3 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins.
Hjónin Inger Grene og Knud Cresten Vaupell Olsen stofnuðu fyrirtækið árið 1973 en synir þeirra hjóna, Mikkel Grene og Cresten Grene, sjá um rekstur þess í dag.
Ekki er langt síðan þeir bræður ákváðu að sækja fram af miklum krafti en samkvæmt Børsen er vöxturinn að skila sér í dag.
Í fyrra greindu þeir frá því að stefnan væri sett á að opna 100 nýjar verslanir á Bretlandseyjum fyrir árið 2030.
Afkoma Søstrene Grene group hefur aldrei verið meiri er fjölskyldufyrirtækið skilaði 213 milljóna danskra króna hagnaði í fyrra. Samsvarar það um 4,3 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins.
Hjónin Inger Grene og Knud Cresten Vaupell Olsen stofnuðu fyrirtækið árið 1973 en synir þeirra hjóna, Mikkel Grene og Cresten Grene, sjá um rekstur þess í dag.
Ekki er langt síðan þeir bræður ákváðu að sækja fram af miklum krafti en samkvæmt Børsen er vöxturinn að skila sér í dag.
Í fyrra greindu þeir frá því að stefnan væri sett á að opna 100 nýjar verslanir á Bretlandseyjum fyrir árið 2030.
Tekjur samstæðunnar jukust um 22% á milli ára og námu 2,2 milljörðum danskra króna í fyrra eða sem nemur tæplega 45 milljörðum íslenskra króna.
Í afkomuspá félagsins fyrir árið í ár er búist við öðru metári en þar er þó tekið fram að hærri sjóflutningsverð séu að hafa neikvæð áhrif á reksturinn.
Engu að síður er gert ráð fyrir því að tekjur vaxi um 15 til 25% milli ára og að afkoman verði ögn betri en í fyrra.