Guðjón Auðunsson, fyrrum forstjóri Reita fasteignafélags, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Íseyjar útflutnings ehf., systurfélags Mjölkursamsölunnar.
Guðjón Auðunsson, fyrrum forstjóri Reita fasteignafélags, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Íseyjar útflutnings ehf., systurfélags Mjölkursamsölunnar.
Í fréttatilkynningu segir að helstu verkefni nýs framkvæmdastjóra sé að stuðla að enn frekari sókn á erlenda markaði með vörur og vörumerkið "ÍSEY".
Ísey, sem var stofnað árið 2018, er systurfélag Mjólkursamsölunnar. Félagið halda utan um erlenda starfsemi og útrás með vörur félagsins. Ísey er í 80% eigu Auðhumlu og 20% eigu Kaupfélags Skagfirðinga.
Guðjón, sem er rekstrarhagfræðingur, lét af störfum sem forstjóri Reita í lok mars eftir að hafa gegnt stöðunni frá árinu 2010. Guðjón tók sæti í stjórn Festi á aðalfundi félagsins í vor.