Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, hefur sagt sig úr stjórn Brim. Þetta kemur fram á mbl.is .

Viðskiptablaðið greindi frá því í morgun að hann hafi sagt sig úr stjórn HB Granda en í síðustu viku tilkynnti Rannveig Rist um afsögn sína úr stjórninni. Hluthafafundur HB Granda fer fram föstudaginn 27. júlí en á dagskrá er kjör tveggja stjórnarmanna.

Guðmundur segir í samtali við Viðskiptablaðið að sér finnist afar jákvætt að Samkeppniseftirlitið veiti íslensku atvinnulífi aðhald. "Við í HB Granda munum veita Samkeppniseftirlitinu öll þau gögn sem þau þurfa, við höfum ekkert að fela og öllu verður svarað. Það er bara eðlilegt að Samkeppniseftirlitið vilji fylgjast með því sem er að gerast í viðskiptalífinu"

Aðspurður hvað hafi orðið til þess að hann hafi sagt sig úr stjórn þessara tveggja félaga segir hann að það sé nógu mikil vinna að vera forstjóri HB Granda.