Gullverð náði sögulegum hæðum og stendur nú í 2.738,53 dollurum á únsu eftir 0,6 % hækkun innan dags. Gullverð hefur nú hækkað um tæplega 40% á einu ári.
Í umfjöllun Financial Times segir að stríðið í Miðausturlöndum og óvissa um niðurstöðu forsetakosninganna í Bandaríkjunum í næsta mánuði hafi aukið enn frekar aðdráttarafl gulls sem örugga eign.
Þá hafi væntingar um frekari vaxtalækkanir Seðlabanka Bandaríkjanna einnig stutt við hækkun á gullverði. Næsta vaxtaákvörðun seðlabankans er boðuð þann 7. nóvember næstkomandi. Bent er á vaxtalækkunarferli sé einnig í gangi hjá mörgum öðrum stórum seðlabönkum.
Fram kemur að seðlabankar hafi sótt talsvert í gull það sem af er ári til að auka áhættudreifingu gegn Bandaríkjadollaranum í gjaldeyrisvaraforðum sínum. Gullkaup seðlabankans á fyrri árshelmingi nam 483 tonnum og hafa aldrei verið meiri, samkvæmt hagsmunasamtökunum World Gold Council.
Vestrænir fjárfestar hafa einnig horft í auknum mæli til gulls upp á síðkastið en samfellt innflæði hefur verið í kauphallarsjóði tengdum gulli síðustu fimm mánuðina, eða frá maí til september.