Hlutabréfamarkaðir víða um heim opnuðu grænir í morgun. Í umfjöllun Financial Times segir að fjárfestar séu farnir að horfa til þess að 0,5 prósentu stýrivaxtalækkun Seðlabanka Bandaríkjanna í gær muni stuðla að mjúkri lendingu í stærsta hagkerfi heims.
Hlutabréfamarkaðir víða um heim opnuðu grænir í morgun. Í umfjöllun Financial Times segir að fjárfestar séu farnir að horfa til þess að 0,5 prósentu stýrivaxtalækkun Seðlabanka Bandaríkjanna í gær muni stuðla að mjúkri lendingu í stærsta hagkerfi heims.
Evrópska hlutabréfavísitalan Stoxx Europe 600 hefur hækkað um 1,2% það sem af er degi, franska Cac 40 vísitalan hefur hækkað um 1,8% og FTSE 100 vísitalan hefur hækkað um 1,1%.
Þá hækkaði japanska hlutabréfavísitalan Topix um 2% en lækkanir á japanska hlutabréfamarkaðnum voru leiddar af hlutabréfum tækni- og útflutningsfyrirtækja.
Helstu bandarísku hlutabréfavísitölurnar lækkuðu lítillega í gær. Verðlagning á framvirkum samningum gefur hins vegar til kynna að hækkanir verða við opnun bandaríska markaðarins í dag. Framvirkir samningar sem fylgja S&P 500 hafa hækkað um 1,5% og samningar tengdir við Nasdaq 100 hafa hækkað um nærri 2%.