Heims­markaðs­verð á olíu tók kipp í gær eftir að Sádi-Arabía á­kvað á OPEC+ fundi helgarinnar að draga úr fram­leiðslu um eina milljón olíu­tunnur á dag í júlí­mánuði.

Vonir OPEC+ ríkjanna stóðu til að hækka olíu­verð en svo virðist sem þær vonir séu að renna út í sandinn í dag.

Brent hrá­olía hækkaði um 2,4% í gær og náði há­marki í um 77 Banda­ríkja­dölum. Olíu­tunnan lækkaði hins vegar með deginum og mun opna á 73,9 Banda­ríkja­dölum í dag. Vestur-Texas hrá­olía lækkaði einnig um 1,7% og endaði daginn í 71 Banda­ríkja­dölum.

Olíu­verð byrjaði þó að hækka fyrir OPEC+ fund helgarinnar og er hækkun síðustu fimm daga á Brent hrá­olíu enn um 2%

Sam­kvæmt The Wall Street Journal má rekja lækkunina til á­huga­leysi hjá fjár­festum sem eru horfa á stöðu efna­hagsins í heild sinni fremur en að ein­blína einungis á sam­drátt í fram­leiðslu.

„Þjóðhagsspár halda áfram að hafa meiri á­hrif á verðið heldur en fram­leiðslan á þessari stundu,“ segir War­ren Patter­son, yfir­maður fjár­festinga hjá ING.