Hagkaup hefur opnað nýja vefverslun með áfengi á vefsíðunni veigar.eu en síðan er samstarfsverkefni Hagar Wine og Hagkaups. Viðskiptavinum gefst því tækifæri til að kaupa áfengi á netinu og sækja í Skeifuna um leið og þeir kaupa aðrar vörur til heimilisins.
Hagkaup hefur opnað nýja vefverslun með áfengi á vefsíðunni veigar.eu en síðan er samstarfsverkefni Hagar Wine og Hagkaups. Viðskiptavinum gefst því tækifæri til að kaupa áfengi á netinu og sækja í Skeifuna um leið og þeir kaupa aðrar vörur til heimilisins.
Eingöngu verður hægt að kaupa áfengi í netverslun eftir rafræna auðkenningu og verður áfengi hvorki til sýnis né í boði í hillum verslana. Afgreiðslutími netverslunar á áfengi verður frá 12-21 hvern dag.
„Við fögnum því að geta loks boðið viðskiptavinum okkar upp á þessa þjónustu. Þessi nýja þjónusta er kærkomin viðbót fyrir þann stækkandi hóp sem sækist eftir auknum þægindum og tímasparnaði og getur núna keypt meira til heimilisins í einni ferð,” segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups.
Fyrirkomulag sölu verður á þann hátt að vörur eru keyptar á vefsíðunni og tekur svo starfsfólk Hagkaups til þær vörur og kemur þeim fyrir í „Dropp” boxi í þjónustuborði verslunarinnar.
Auk þess að geta sótt í Hagkaup Skeifu er hægt er að velja um afhendingu í Dropp box hringinn í kringum landið en sú afhending tekur lengri tíma. Þegar sendingin er sótt þarf aftur að auðkenna sig til að fá vöruna afhenta.