Hugbúnaðarfyrirtækið Trackwell hagnaðist um 86 milljónir króna í fyrra, samanborið við 173 milljóna hagnað árið 2022, og velti tæpum 1,1 milljarði, samanborið við 775 milljónir árið áður.

Hugbúnaðarfyrirtækið Trackwell hagnaðist um 86 milljónir króna í fyrra, samanborið við 173 milljóna hagnað árið 2022, og velti tæpum 1,1 milljarði, samanborið við 775 milljónir árið áður.

Árið 2023 var fyrsta rekstrarárið eftir að fyrirtækinu var skipt upp í Trackwell og Trackwell MRM en síðarnefnda félagið velti 400 milljónum og nam hagnaður 100 milljónum. Jón Ingi Björnsson er framkvæmdastjóri Trackwell.