Útgerðarfélagið Ísfélagið, sem var skráð í Kauphöllina í desember síðastliðnum, hagnaðist um 1,4 milljónir dala eða um 200 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi samkvæmt nýbirtu uppgjöri.

Hagnaður félagins á fyrstu sex mánuðum ársin nam 280 þúsund dölum eða um 39 milljónum króna, en tap varð af rekstrinum á fyrsta ársfjórðungi. Til samanburðar hagnaðir félagið um 17,9 milljónir dala eða um 2,5 milljarða króna á fyrri árshelmingi 2023.

Útgerðarfélagið Ísfélagið, sem var skráð í Kauphöllina í desember síðastliðnum, hagnaðist um 1,4 milljónir dala eða um 200 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi samkvæmt nýbirtu uppgjöri.

Hagnaður félagins á fyrstu sex mánuðum ársin nam 280 þúsund dölum eða um 39 milljónum króna, en tap varð af rekstrinum á fyrsta ársfjórðungi. Til samanburðar hagnaðir félagið um 17,9 milljónir dala eða um 2,5 milljarða króna á fyrri árshelmingi 2023.

Í afkomutilkynningu Ísfélagsins segir að loðnubrestur á vetrarvertíðinni 2023/2024 hafi haft mikil áhrif til tekjulækkunar á fyrri árshelmingi.

Einnig er bent á að annar ársfjórðungur sé yfirleitt sá ársfjórðungur þegar umsvifin eru hvað minnst í rekstrinum. Þá sé tíminn notaður til að sinna nauðsynlegu viðhaldi um borð í skipum og í landi.

Stefán: Nauðsynlegt að auka hafrannsóknir

Stefán Friðriksson, forstjóri Ísfélagsins, gerir hafrannsóknir og aflamarksúthlutanir að umræðuefni í tilkynningunni.

„Í júní komu fram tillögur Hafrannsóknastofnunar um kvóta fyrir næsta ár í flestum nytjastofnunum. Það voru vonbrigði að sjá ekki tillögur um meiri aukningu í þorskkvótanum og ég verð að viðurkenna að minni úthlutun í íslensku síldinni kom mér mjög á óvart.“

„Ég vil því nota þetta tækifæri og benda enn og aftur á brýna nauðsyn þess að auka hafrannsóknir. Þannig bætum við þekkingu okkar á lífríkinu í hafinu og minnkum þar með óvissuna um afrakstursgetu nytjastofnanna. Minni óvissa leiðir til þess að unnt er að taka betri og nákvæmari ákvarðanir um sjálfbærar veiðar úr fiskistofnunum.“