Laugar ehf., sem rekur 18 líkamsræktarstöðvar undir merkjum World Class, hagnaðist um 433 milljónir króna í fyrra samanborið við 140 milljóna hagnað árið 2021. Félagið hyggst greiða út 100 milljónir í arð vegna í arð.

Laugar ehf., sem rekur 18 líkamsræktarstöðvar undir merkjum World Class, hagnaðist um 433 milljónir króna í fyrra samanborið við 140 milljóna hagnað árið 2021. Félagið hyggst greiða út 100 milljónir í arð vegna í arð.

Velta félagsins jókst um 1,1 milljarð, eða 34%, á milli ára og nam um 4,5 milljörðum árið 2022. Í ársreikningi Lauga segir kemur fram að meðlimum World Class hafi fjölgað um 21% á milli ára.

„Starfsemin á árinu gekk vel og hefur rekstur félagsins komist í eðlilegra horf eftir lokanir og samkomutakmarkanir síðust ár,“ segir í skýrslu stjórnar.

Rekstrargjöld námu tæplega 3,9 milljörðum í fyrra og jukust um 24,5% á milli ára. Launa og launatengd gjöld námu nærri 1,5 milljörðum króna en 123 stöðugildi voru á árinu.

Eignir Lauga ehf. voru bókfærðar á 2,4 milljarða króna í árslok 2022 og eigið fé var um 960 milljónir. Systurfélagið Í toppformi, sem heldur á fasteignum World Class á Íslandi, var með 5,4 milljarða í eignir og 1,1 milljarð í eigið fé í lok síðasta árs.

Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir eiga 36,6% hvort í félögunum tveimur og Sigurður Leifsson fer með 26,8% hlut.

Lykiltölur / Laugar ehf. - í milljónum króna

2022 2021
Tekjur 4.454 3.323
Eignir 2.383 2.274
Eigið fé 960 527
Afkoma 433 140

Fréttin birtist first í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem kom út í gær.