Samlokurisinn Sómi hefur gert gott mót síðustu ár og áratugi og er sömu sögu að segja af Þykkvabæjar sem kom inn í samstæðuna fyrir tæpum áratug.
Samlokurisinn Sómi hefur gert gott mót síðustu ár og áratugi og er sömu sögu að segja af Þykkvabæjar sem kom inn í samstæðuna fyrir tæpum áratug.
Árið 2023 var stærsta ár samstæðunnar til þessa þar sem velta nam 5.439 milljónum króna en árið áður velti fyrirtækið 4.912 milljónum króna. Hagnaður nam 437 milljónum króna í fyrra, samanborið við 413 milljóna króna hagnað árið áður.
Móðurfélagið, Sómi ehf., velti 3.541 milljón króna árið 2023 en kostnaðarverð seldra vara nam 1.768 milljónum króna. Nam framlegð því 1.773 milljónum, sem er aukning um 10,5% milli ára.
Tekjur dótturfélagsins, Þykkvabæjar ehf., námu þá 1.960 milljónum króna en kostnaðarverð seldra vara nam 916 milljónum. Framlegð nam 1.044 milljónum króna, aukning um 8,8% milli ára.
Ýmsir kostnaðarliðir hækkuðu þá milli ára og ber þar helst að nefna laun og launatengd gjöld. Hjá samstæðunni voru ársverk síðasta árs 151, þar af 97 hjá móðurfélaginu, og breyttust ekki milli ára. Laun og launatengd gjöld jukust þó um 168 milljónir króna milli ára og námu tæpum einum og hálfum milljarði króna 2023.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.