Sigurður Gunnlaugsson, einnig þekktur sem Siggi Chef eða Burger Jesus, mun opna veitingastaðinn Brixton við Tryggvagötu 20 síðar í þessum mánuði.
Hann er vel kunnugur meðal matargæðinga á Íslandi en hann sigraði meðal annars Besta götubitann á Götubitahátíðinni sem fór fram í Hljómskálagarðinum í Reykjavík í sumar.
Sigurður Gunnlaugsson, einnig þekktur sem Siggi Chef eða Burger Jesus, mun opna veitingastaðinn Brixton við Tryggvagötu 20 síðar í þessum mánuði.
Hann er vel kunnugur meðal matargæðinga á Íslandi en hann sigraði meðal annars Besta götubitann á Götubitahátíðinni sem fór fram í Hljómskálagarðinum í Reykjavík í sumar.
Sigurður var yfirkokkur á Hamborgarabúllu Tómasar í London í fjögur ár. Það var þar sem hann kynntist Róberti Aroni og hafa þeir unnið náið saman í matargeiranum síðan þá.
Meðan Sigurður var þar að elda hamborgara var hann síðhærður og töluvert skeggjaðri og fóru heimamenn þá að segja að hann væri eins og hamborgara Jesú. Hann segist hafa tekið vel í viðurnefnið og notaði það meðal annars á Götubitahátíðinni á síðasta ári.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.