Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,7% í 3,4 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Mesta veltan var með hlutabréf Arion banka sem hækkuðu um 0,4% í 1,3 milljarða viðskiptum. Gengi Arion banka stendur nú í 139,5 krónum á hlut.
Arion banki sem tilkynnti í dag að hann hefði hækkað hámarksfjárhæð endurkaupa á grundvelli núverandi endurkaupaáætlunar úr 2,5 milljörðum í 3.9 milljarða króna. Bankinn tilkynnti í gær að hann hefði lokið 3,6 milljarða króna endurkaupum með útboðsfyrirkomulagi.
Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,7% í 3,4 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Mesta veltan var með hlutabréf Arion banka sem hækkuðu um 0,4% í 1,3 milljarða viðskiptum. Gengi Arion banka stendur nú í 139,5 krónum á hlut.
Arion banki sem tilkynnti í dag að hann hefði hækkað hámarksfjárhæð endurkaupa á grundvelli núverandi endurkaupaáætlunar úr 2,5 milljörðum í 3.9 milljarða króna. Bankinn tilkynnti í gær að hann hefði lokið 3,6 milljarða króna endurkaupum með útboðsfyrirkomulagi.
Mesta breytingin á íslenska hlutabréfamarkaðnum í dag var á gengi hlutabréfa Hampiðjunnar sem lækkaði um 4,7% í 27 milljóna króna veltu. Gengi Hampiðjunnar stendur nú í 122 krónum á hlut og er um 13% lægra en í upphafi árs.
Hampiðjan birti eftir lokun Kauphallarinnar í gær uppgjör fyrir annan ársfjórðung sem var undir væntingum að sögn forstjórans, Hjartar Erlendssonar. Sala félagsins á öðrum fjórðungi dróst saman um 6,2% frá sama tímabili í fyrra en félagið sagðist hafa fundið fyrir sölutregðu í mörgum löndum.
Auk Hampiðjunnar þá birtu Brim, Síldarvinnslan og Kaldalón uppgjör fyrir annan ársfjórðung eftir lokun markaða í gær.
Gengi Brims lækkaði um 2,6% í 33 milljóna króna veltu og stendur nú í 75,4 krónum á hlut. Hlutabréfaverð Síldarvinnslunnar féll um 1% í 7 milljóna veltu og stendur í 95,5 krónum. Loðnubrestur litaði uppgjör beggja útgerðarfélaga.
Hlutabréf fasteignafélagsins Kaldalóns hækkuðu um 0,8% í 56 milljóna veltu. Gengi Kaldalóns stóð í 18,9 krónum á hlut við lokun Kauphallarinnar og er nú um 8% hærra en í upphafi árs.