Fyrirtækið Johan Rönning bauð viðskiptavinum sínum til árlegrar hangikjötsveislu í síðustu viku, en þetta er í tíunda skipti sem hún er haldin. Umfang veislunnar hefur aukist ár frá ári, en til fyrstu veislunnar mættu fjörutíu manns en í ár voru það 950 gestir sem gæddu sér á 280 kílóum af Húsavíkurhangikjöti og 700 lítrum af Egills malti og appelsíni.
Þá voru átta hundrað laufabrauð afgreidd sem og um 100 kíló af MacIntosh konfekti. Allt gerðist þetta á 90 mínútum en starfsmenn Johan Rönning sáu um að bera fram kræsingarnar.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)