Stjórnarfundi HB Granda, sem tilkynnt var um á þriðjudag og halda átti í dag hefur verið frestað til mánudagsins 15. október.

Efni fundarins er bréf Runólfs Viðars Guðmundssonar, sem tók við sem framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur fyrir mánuði, til HB Granda hf. og tilllaga sem þar kemur fram um að hætta við viðskiptin með alla hluti í Ögurvík ehf. að sinni, en Útgerðarfélag Reykjavíkur er stærsti hluthafa HB Granda.