Vöxtur danska lyfjarisans Novo Nordisk, framleiðanda þyngdarstjórnunarlyfjanna Ozempic og Wegovy, hefur gríðarlegur undanfarin ár og nemur virði fyrirtækisins í dag um 570 milljörðum dala, eða sem nemur hátt í 78 þúsund milljörðum króna.
Vöxtur danska lyfjarisans Novo Nordisk, framleiðanda þyngdarstjórnunarlyfjanna Ozempic og Wegovy, hefur gríðarlegur undanfarin ár og nemur virði fyrirtækisins í dag um 570 milljörðum dala, eða sem nemur hátt í 78 þúsund milljörðum króna.
Er það meira en landsframleiðsla Danmerkur á ársgrundvelli en áhyggjuraddir hafa heyrst um að eins gæti farið fyrir fyrirtækinu og með finnska tæknifyrirtækinu Nokia skömmu eftir aldamót, með tilheyrandi höggi á hagkerfi landsins.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segist í viðtali við Bloomberg ekki hafa miklar áhyggjur af Nokia-áhrifunum svokölluðu, þó vissulega þurfi að fylgjast með þróun mála. Efnahagskerfi landsins byggi þá á fjölbreyttum stoðum og það sé jákvætt og nauðsynlegt að fyrirtæki landsins hafi tækifæri til að vaxa.