Hagnaður af starfsemi sænska fasteignafélagsins Heimstaden á Íslandi nam tæplega 8,3 milljörðum króna á síðasta ári samanborið við 7,1 milljarða árið áður. Í árslok 2022 voru 1677 íbúðir á Íslandi í eigu félagsins.

Matsbreyting fjárfestingareigna félagsins nam 11,1 milljörðum króna á síðasta ári samanborið við 9 milljarða árið áður. Hins vegar jukust fjármagnsgjöld félagsins um 70% milli ára, fóru úr 2 milljörðum í tæpa 3,5 milljarða króna.

Ekki verður greiddur arður til hluthafa á árinu 2023 vegna rekstrarársins 2022, en allir hlutir í félaginu eru í eigu Heimstaden AB.

Nánar er fjallað um afkomu Heimstaden í Viðskiptablaðinu, sem kom út fimmtudaginn 11. maí. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.

Heimstaden ehf.

2022 2021
Leigutekjur 4,0 3,4
Matsbreyting fjárfestingareigna 11,1 9,0
Hagnaður 10,3 9,0
Eigið fé 34,2 28,3
Lykiltölur í milljörðum króna.