Sænska leigufélagið Heimstaden sagði upp „nokkrum tugum“ leigusamninga á Íslandi í lok maí.
Egill Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Heimstaden á Íslandi, segir að til stendur að setja eignirnar á sölu, að loknum 12 mánaða uppsagnarfresti.
„Nokkrir þessara leigjenda eru að íhuga að kaupa íbúðirnar. Við byrjuðum á að segja upp leigusamningum fyrir stakar eignir ásamt einu heilu húsi. Flestar þessar eignir eru fjármagnaðar á óverðtryggðum vöxtum sem fóru yfir 11% eftir síðustu stýrivaxtahækkun, en eignirnar gefa undir 4% arðsemi frá rekstrinum,“ segir Egill í samtali við Viðskiptablaðið.
Sænska leigufélagið Heimstaden sagði upp „nokkrum tugum“ leigusamninga á Íslandi í lok maí.
Egill Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Heimstaden á Íslandi, segir að til stendur að setja eignirnar á sölu, að loknum 12 mánaða uppsagnarfresti.
„Nokkrir þessara leigjenda eru að íhuga að kaupa íbúðirnar. Við byrjuðum á að segja upp leigusamningum fyrir stakar eignir ásamt einu heilu húsi. Flestar þessar eignir eru fjármagnaðar á óverðtryggðum vöxtum sem fóru yfir 11% eftir síðustu stýrivaxtahækkun, en eignirnar gefa undir 4% arðsemi frá rekstrinum,“ segir Egill í samtali við Viðskiptablaðið.
„Við gerum ráð fyrir að segja upp fleiri samningum á komandi mánuðum en munum einnig reyna að selja til aðila sem vilja leigja eignirnar áfram til viðskiptavina,“ bætir Egill við.
Í árslok 2022 voru 1677 íbúðir á Íslandi í eigu félagsins. Leigutekjur félagsins jukust um 16,6% milli ára og námu tæpum fjórum milljörðum króna á síðasta ári.
Matsbreyting fjárfestingareigna félagsins nam 11,1 milljörðum króna á síðasta ári samanborið við 9 milljarða árið áður. Hins vegar jukust fjármagnsgjöld félagsins um 70% milli ára, fóru úr 2 milljörðum í tæpa 3,5 milljarða króna.
Eigið fé Heimstaden á Íslandi nam 34,2 milljörðum króna og jókst um 20% á milli ára. Ekki verður greiddur arður til hluthafa á árinu 2023 vegna rekstrarársins 2022, en allir hlutir í félaginu eru í eigu Heimstaden AB.
Heimstaden á í heildina yfir 160 þúsund leiguíbúðir í yfir 10 Evrópulöndum.