Sænska leigu­fé­lagið Heimsta­den sagði upp „nokkrum tugum“ leigu­samninga á Ís­landi í lok maí.

Egill Lúð­víks­son, fram­kvæmda­stjóri Heimsta­den á Ís­landi, segir að til stendur að setja eignirnar á sölu, að loknum 12 mánaða upp­sagnar­fresti.

„Nokkrir þessara leigj­enda eru að í­huga að kaupa í­búðirnar. Við byrjuðum á að segja upp leigu­samningum fyrir stakar eignir á­samt einu heilu húsi. Flestar þessar eignir eru fjár­magnaðar á ó­verð­tryggðum vöxtum sem fóru yfir 11% eftir síðustu stýri­vaxta­hækkun, en eignirnar gefa undir 4% arð­semi frá rekstrinum,“ segir Egill í sam­tali við Við­skipta­blaðið.

Sænska leigu­fé­lagið Heimsta­den sagði upp „nokkrum tugum“ leigu­samninga á Ís­landi í lok maí.

Egill Lúð­víks­son, fram­kvæmda­stjóri Heimsta­den á Ís­landi, segir að til stendur að setja eignirnar á sölu, að loknum 12 mánaða upp­sagnar­fresti.

„Nokkrir þessara leigj­enda eru að í­huga að kaupa í­búðirnar. Við byrjuðum á að segja upp leigu­samningum fyrir stakar eignir á­samt einu heilu húsi. Flestar þessar eignir eru fjár­magnaðar á ó­verð­tryggðum vöxtum sem fóru yfir 11% eftir síðustu stýri­vaxta­hækkun, en eignirnar gefa undir 4% arð­semi frá rekstrinum,“ segir Egill í sam­tali við Við­skipta­blaðið.

„Við gerum ráð fyrir að segja upp fleiri samningum á komandi mánuðum en munum einnig reyna að selja til aðila sem vilja leigja eignirnar á­fram til við­skipta­vina,“ bætir Egill við.

Í árs­lok 2022 voru 1677 í­búðir á Ís­landi í eigu fé­lagsins. Leigu­tekjur fé­lagsins jukust um 16,6% milli ára og námu tæpum fjórum milljörðum króna á síðasta ári.

Mats­breyting fjár­festingar­eigna fé­lagsins nam 11,1 milljörðum króna á síðasta ári saman­borið við 9 milljarða árið áður. Hins vegar jukust fjár­magns­gjöld fé­lagsins um 70% milli ára, fóru úr 2 milljörðum í tæpa 3,5 milljarða króna.

Eigið fé Heimsta­den á Ís­landi nam 34,2 milljörðum króna og jókst um 20% á milli ára. Ekki verður greiddur arður til hlut­hafa á árinu 2023 vegna rekstrar­ársins 2022, en allir hlutir í fé­laginu eru í eigu Heimsta­den AB.

Heimsta­den á í heildina yfir 160 þúsund leigu­í­búðir í yfir 10 Evrópu­löndum.