Heimildir Viðskiptablaðsins herma að kaupandi eigna þrotabús Wow air sé Michele Ballarin og félag henni tengt, Oasis Aviation Group. Saga Ballarin er áhugaverð og teygir anga sína meðal annars til Sómalíu.
Sagt var frá því í
Fréttablaðinu
í morgun að bandarískir aðilar hefðu keypt allar flugrekstrartengdar eignir Wow air úr þrotabúi félagsins. Þetta staðfesti annar skiptastjóra búsins. Lögmaðurinn Páll Ágúst Ólafsson hefur séð um milligöngu fyrir hönd kaupandans en segir þá jafnframt alls kostar ótengda fyrirhugaðs íslensks lággjaldaflugfélags sem sagt var frá í vikunni.
Heimildir Viðskiptablaðsins herma að áður en Wow féll hafi Ballarin verið að þefa af félaginu en hafi nú keypt umræddar eignir. Þá hafi hún sett sig í samband við ýmsa einstaklinga sem störfuðu hjá Wow áður en félagið féll með það að marki að fá fólkið aftur til starfa.
Umrædd Michelle Ballarin er fædd 1965 og tengist meðal annars vopnaframleiðslu. Hún er, eða var að minnsta kosti um skeið, eigandi hergagnaframleiðandans Select Armor sem gerir út frá Virginíu-ríki Bandaríkjanna. Selected Armor sérhæfir sig í framleiðslu varnarbúninga á borð við skotheld vesti. Árið 1986 bauð hún sig fram til þings fyrir Repúblíkana í heimalandi sínu en hlaut ekki brautargengi. Þá hefur hún einnig hagnast á hestaræktun.
Þá hefur Ballarin sterkar tengingar við Sómalíu en bandarískur ráðamaður sagði eitt sinn við ABC News, sem vitnað var í í viðtali
Washington Post
við hana, að „það væri frekar sorglegt þegar hrossaræktandi hefði meira að segja í Sómalíu en bandaríska ríkisstjórnin í heild.“ Þar hefur hún gengið undir nafninu Amira en á máli innfæddra þýðir það prinsessa.
Sé nafninu Amira Ballarin flett upp kemur í ljós að hún tengist félaginu Oasis Aviation Group sem formaður stjórnar. Félagið býður upp á flug frá Washington-borg til Djíbúti og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna.
Páll Ágúst Ólafsson sagðist ekki geta tjáð sig um efnið þegar Viðskiptablaðið náði tali af honum.
Heimildir Viðskiptablaðsins herma að kaupandi eigna þrotabús Wow air sé Michele Ballarin og félag henni tengt, Oasis Aviation Group. Saga Ballarin er áhugaverð og teygir anga sína meðal annars til Sómalíu.
Sagt var frá því í
Fréttablaðinu
í morgun að bandarískir aðilar hefðu keypt allar flugrekstrartengdar eignir Wow air úr þrotabúi félagsins. Þetta staðfesti annar skiptastjóra búsins. Lögmaðurinn Páll Ágúst Ólafsson hefur séð um milligöngu fyrir hönd kaupandans en segir þá jafnframt alls kostar ótengda fyrirhugaðs íslensks lággjaldaflugfélags sem sagt var frá í vikunni.
Heimildir Viðskiptablaðsins herma að áður en Wow féll hafi Ballarin verið að þefa af félaginu en hafi nú keypt umræddar eignir. Þá hafi hún sett sig í samband við ýmsa einstaklinga sem störfuðu hjá Wow áður en félagið féll með það að marki að fá fólkið aftur til starfa.
Umrædd Michelle Ballarin er fædd 1965 og tengist meðal annars vopnaframleiðslu. Hún er, eða var að minnsta kosti um skeið, eigandi hergagnaframleiðandans Select Armor sem gerir út frá Virginíu-ríki Bandaríkjanna. Selected Armor sérhæfir sig í framleiðslu varnarbúninga á borð við skotheld vesti. Árið 1986 bauð hún sig fram til þings fyrir Repúblíkana í heimalandi sínu en hlaut ekki brautargengi. Þá hefur hún einnig hagnast á hestaræktun.
Þá hefur Ballarin sterkar tengingar við Sómalíu en bandarískur ráðamaður sagði eitt sinn við ABC News, sem vitnað var í í viðtali
Washington Post
við hana, að „það væri frekar sorglegt þegar hrossaræktandi hefði meira að segja í Sómalíu en bandaríska ríkisstjórnin í heild.“ Þar hefur hún gengið undir nafninu Amira en á máli innfæddra þýðir það prinsessa.
Sé nafninu Amira Ballarin flett upp kemur í ljós að hún tengist félaginu Oasis Aviation Group sem formaður stjórnar. Félagið býður upp á flug frá Washington-borg til Djíbúti og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna.
Páll Ágúst Ólafsson sagðist ekki geta tjáð sig um efnið þegar Viðskiptablaðið náði tali af honum.