Hlutabréfaverð Mercedes-Bens hafa lækkað um tæplega 7% í fyrstu viðskiptum í dag og er nú um 13% lægra en í upphafi árs.
Þýski bílaframleiðandinn færði í gærkvöldi niður afkomuspá sína í annað sinn á innan við tveimur mánuðum.
Hlutabréfaverð Mercedes-Bens hafa lækkað um tæplega 7% í fyrstu viðskiptum í dag og er nú um 13% lægra en í upphafi árs.
Þýski bílaframleiðandinn færði í gærkvöldi niður afkomuspá sína í annað sinn á innan við tveimur mánuðum.
Mercedes-Benz segir í kauphallartilkynningu að Kínamarkaðurinn sé helsta ástæðan fyrir niðurfærslunni. Útlit sé fyrir minni hagvexti í Kína en áður var talið, m.a. vegna minni einkaneyslu og samdráttar á fasteignamarkaðnum þar í landi. Þessar ytri aðstæður hafi haft neikvæð áhrif á sölu félagsins í Kína.
Mercedes Benz Cars gerir núna ráð fyrir að aðlagaður hagnaður félagsins af sölu (e. adjusted Return on Sales) verði í kringum 6% á seinni árshelmingi og á bilinu 7,5-8,5% á öllu rekstrarárinu 2024. Fyrri spá bílaframleiðandans gerði ráð fyrir að þetta hlutfall yrði á bilinu 10-11% fyrir allt árið.