Hlutabréfaverð Iceland Seafood International hefur lækkað um 14% það sem af er ári eftir um tæpa 3% lækkun í viðskiptum dagsins. Dagslokagengi félagsins var 4,9 krónur
Viðsnúningur hefur verið á rekstri félagsins sem tapaði 3 milljörðum á fyrstu níu mánuðum ársins í fyrra en í lok september lét Bjarni Ármannsson af störfum sem forstjóri ISI og seldi jafnframt 10,8% hlut sinn í félaginu til Brims á genginu 5,3 krónur.
Hlutabréfaverð Iceland Seafood International hefur lækkað um 14% það sem af er ári eftir um tæpa 3% lækkun í viðskiptum dagsins. Dagslokagengi félagsins var 4,9 krónur
Viðsnúningur hefur verið á rekstri félagsins sem tapaði 3 milljörðum á fyrstu níu mánuðum ársins í fyrra en í lok september lét Bjarni Ármannsson af störfum sem forstjóri ISI og seldi jafnframt 10,8% hlut sinn í félaginu til Brims á genginu 5,3 krónur.
Þrátt fyrir tapið á fyrstu níu mánuðum ársins tókst ISI að skila hagnaði upp á 403 þúsund evrur, eða um 60 milljónir króna, á fjórða ársfjórðungi. Var það í fyrsta sinn frá þriðja ársfjórðungi 2022 sem félagið skilar hagnaði eftir skatta.
Hlutabréfaverð félagsins tók við sér eftir ársuppgjör og hækkaði um 19% á tveimur viðskiptadögum í lok febrúar.
ISI skilaði hagnaði aftur á fyrsta fjórðungi ársins eftir um 2,2 milljóna evra tap á sama tímabili í fyrra. Hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði var 1,9 milljónir evra eða um 285 milljónir króna á þáverandi gengi.
Ægir Páll Friðbertsson, sem tók við forstjórastöðunni af Bjarna, keypti hluti í félaginu fyrir 5 milljónir króna 29. febrúar og stóð gengi félagsins í 6,3 krónum þann 1. mars.
Síðan þá hefur hlutabréfaverð ISI verið á nær stöðugri niðurleið og hefur gengið lækkað um 22%.
Hlutabréfaverð Símans leiddi hækkanir í viðskiptum dagsins er gengi fjarskiptafélagsins fór upp um rúm 2% í 43 milljón króna veltu.
Gengi Síldarvinnslunnar og Brims hækkaði einnig í viðskiptum dagsins en skráðu útgerðarfélögin hafa verið á ágætis skriði í sumar þrátt fyrir lægð í Kauphöllinni. Hlutabréfaverð Síldarvinnslunnar fór upp um tæpt 1% og Brims um tæp 2%.
Afar lítil velta var í Kauphöllinni í dag sem nam 1,4 milljörðum og fór úrvalsvísitalan niður um 0,74%.