Áreiðanleikakönnunum í tengslum við fyrirhugaðan samruna Samkaupa og tiltekinna félaga í samstæðu Skeljar fjárfestingarfélags - nánar tiltekið Orkunnar IS ehf., Löður ehf., Heimkaupa ehf. og Lyfjavals ehf. - er lokið, samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar.
Skel og Samkaup hafa nú undirritað viðauka við viljayfirlýsingu sem félögin skrifuðu undir um miðjan maí síðastliðnum.
Áreiðanleikakönnunum í tengslum við fyrirhugaðan samruna Samkaupa og tiltekinna félaga í samstæðu Skeljar fjárfestingarfélags - nánar tiltekið Orkunnar IS ehf., Löður ehf., Heimkaupa ehf. og Lyfjavals ehf. - er lokið, samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar.
Skel og Samkaup hafa nú undirritað viðauka við viljayfirlýsingu sem félögin skrifuðu undir um miðjan maí síðastliðnum.
Áætlaður hlutur Skeljar úr 42,7% í 47%
Í tilkynningu Skeljar segir að viljayfirlýsingin sé efnislega óbreytt að öðru leyti en að nú er gert ráð fyrir því að skiptihlutföll í samrunanum verði þannig að hluthafar Samkaupa fái í sinn hlut 52,5% í hinu sameinaða félagi og hluthafar Heimkaupa 47,5%.
Áætlaður hlutur Skeljar í hinu sameinaða félagi verður 47% en fyrir á Skel 5% hlut í Samkaup í gegnum Eignarhaldsfélagið Bjarma ehf.
Til samanburðar var ætlaður hlutur Skeljar í hinu sameinaða félagi 42,7% í maí þegar viljayfirlýsingin var upphaflega undirrituð, samkvæmt tilkynningu sem fjárfestingarfélagið birti á sínum tíma. Þá voru skiptihlutföll áætluð 58,1:41,9.
„Aðilar vinna nú að því að ná saman um útistandandi efnisleg atriði í samrunasamningi en stefnt er að því að greiða úr þeim á næstu dögum. Skel mun greina frekar frá framvindu samningaviðræðna eftir því sem tilefni er til.“