Stein­þór Skúla­son, for­stjóri Slátur­fé­lags Suður­lands, segir ó­mak­lega hafa verið vegið að Þór­arni Inga Péturs­syni, þing­manni Fram­sóknar­flokksins og for­manni at­vinnu­vega­nefndar Al­þingis, í tengslum við kaup Kaup­fé­lags Skag­firðinga á öllu hluta­fé í Kjarna­fæði Norð­lenska hf.

Meiri­hluti at­vinnu­vega­nefndar lagði fram breytingar á bú­vöru­lögunum á síðasta þingi sem fela í sér undan­þágu af­urða­stöðva í kjöt­iðnaði frá sam­keppnis­lögum.

Þórarinn Ingi á 0,6% hlut í Bú­sæld ehf., sem á 43% hlut í Kjarna­fæði Norð­lenska.

Stein­þór Skúla­son, for­stjóri Slátur­fé­lags Suður­lands, segir ó­mak­lega hafa verið vegið að Þór­arni Inga Péturs­syni, þing­manni Fram­sóknar­flokksins og for­manni at­vinnu­vega­nefndar Al­þingis, í tengslum við kaup Kaup­fé­lags Skag­firðinga á öllu hluta­fé í Kjarna­fæði Norð­lenska hf.

Meiri­hluti at­vinnu­vega­nefndar lagði fram breytingar á bú­vöru­lögunum á síðasta þingi sem fela í sér undan­þágu af­urða­stöðva í kjöt­iðnaði frá sam­keppnis­lögum.

Þórarinn Ingi á 0,6% hlut í Bú­sæld ehf., sem á 43% hlut í Kjarna­fæði Norð­lenska.

„Til margra ára hefur verið bent á þetta og óskað eftir breytingu á bú­vöru­lögum svo af­urða­fyrir­tæki í kjöti ættu mögu­leika á sömu hag­ræðingu og hefur skilað um þriggja milljarða hag­ræðingu á ári í mjólkur­iðnaði bændum og neyt­endum til góða. Það var ekki fyrr en síðasta vor sem breyting á bú­vöru­lögum gaf af­urða­fyrir­tækjum í kjöti, sem starfa sem fram­leið­enda­fé­lög, víð­tækar heimildir til hag­ræðingar og sam­starfs til að bregðast við,“ skrifar Stein­þór í Morgun­blaðið í dag.

Seinþór bendir á að ís­lenskur kjöt­markaður hefur tekið miklum breytingum á fáum árum.

Með tolla­samningum ís­lenska ríkisins hefur að­gangur er­lendra aðila verið auð­veldaður og er svo komið að um 30% af heildar­markaði í nauti og svíni eru inn­flutt kjöt. Samanlögð velta allra innlendra kjötafurðastöðva er um 5% af veltu eins þeirra stóru aðila sem selja kjöt til Íslands svo dæmi sé tekið.

Hann segir að margir hags­muna­aðilar hafi stigið fram og mót­mælt undan­þágunni með ýmiss konar rökum.

Það sé eðli­legt því hags­munir eru með mis­munandi hætti og margir sem telja hags­munum sínum best borgið með „ó­breyttri stöðu þar sem inn­lend fram­leiðsla, land­búnaður sem úr­vinnsla, hafi hægt og bítandi hörfað undan vaxandi inn­flutningi.“

„Í því skyni að koma höggi á þá sem studdu breytingu á bú­vöru­lögum hefur öðrum fremur verið vegið að Þór­arni Inga Péturs­syni, for­manni at­vinnu­vega­nefndar Al­þingis, með mjög ó­mak­legum hætti. Hann verið sakaður um að láta per­sónu­legan á­vinning af sölu á hlut í Bú­sæld ráða gjörðum sínum,” skrifar Stein­þór.

Þórarinn sagði í fjöl­miðlum á sínum tíma að það hafi alltaf legið fyrir að hann ætti hlut í Bú­seld og hann hafi ekki í­hugað að lýsa yfir van­hæfi í nefndar­störfum sínum.

„Hann verið sakaður um að láta per­sónu­legan á­vinning af sölu á hlut í Bú­sæld ráða gjörðum sínum. Og hver væri þá á­vinningur Þórarins ef hann hefði selt hlut sinn í Bú­sæld, sem hann ætlar reyndar ekki að gera, til KS sam­hliða kaupum þeirra á meiri­hluta hluta­fjár í Kjarna­fæði/Norð­lenska?“ spyr Stein­þór.

Vonbrigði að sjá óvönduð vinnubrögð hjá RÚV

Stein­þór bendir á að Þórarinn og kona hans eiga 0,6% af hluta­fé í Bú­sæld sem er að nafn­verði 2,8 milljónir króna. Hlutur þeirra var keyptur með hluta af inn­leggs­verði yfir margra ára tíma­bil.

„Með öðrum orðum þá greiddu þau hjón 2,8 m.kr. fyrir þennan hlut og má hóf­lega reikna ofan á kaup­verðið fjár­magns­kostnað til margra ára af 2,8 m.kr. sem a.m.k. 0,8 m.kr. Þeim stóð til boða að selja KS þennan hlut á genginu 2,2 sem gerir þá 6,2 m.kr. og má því ef til vill segja að hagnaður, ef hluturinn hefði verið seldur, væri mis­munurinn sem er 2,6 m.kr. Hlutur Þórarins af því væri 1,3 m.kr. Heldur virki­lega ein­hver að þing­maður, hver sem væri, selji stuðning sinn við laga­breytingu fyrir rúma eina milljón króna?“ spyr Stein­þór.

Að lokum segir Stein­þór að það komi sér ekki á ó­vart að and­stæðingar í stjórn­málum reyni að gera úr þessu spillingar­máli og noti fjöl­miðla sér vin­veitta til þess.

„En það veldur miklum von­brigðum að sjá fjöl­miðil allra lands­manna, RÚV, vega í­trekað að Þór­arni og af­hjúpa þannig ó­vönduð vinnu­brögð. Valdi fylgir á­byrgð og af­urða­stöðvar, sem munu nýta sér heimildir til hag­ræðingar og sam­starfs, verða að sýna að það skili bændum og neyt­endum á­vinningi.“