Af þjóðhagssspá Seðlabankans, sem birtist í nýútkomnum Peningamálum, fyrir vöxt þjónustuútflutnings að dæma má áætla að á næsta ári, 2025, verði fjöldi erlendra ferðamanna um 2,35 milljónir og fjölgi um 5% milli ára. Árið 2026 er gert ráð fyrir 2,45 milljónum ferðamanna að því gefnu að ekki verði mikil breyting í eyðsla á ferðamann á föstu verði. Seðlabankinn birtir ekki spár lengra fram í tímann.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur þessa spá Seðlabankans raunhæfa, enda reikni SAF með að ferðamannavöxturinn á næsta og þar næsta ári verði hóflegur og sjálfbær. Samtökin geri því ekki ráð fyrir sprengjuvexti á næstu tveimur árum.

Af þjóðhagssspá Seðlabankans, sem birtist í nýútkomnum Peningamálum, fyrir vöxt þjónustuútflutnings að dæma má áætla að á næsta ári, 2025, verði fjöldi erlendra ferðamanna um 2,35 milljónir og fjölgi um 5% milli ára. Árið 2026 er gert ráð fyrir 2,45 milljónum ferðamanna að því gefnu að ekki verði mikil breyting í eyðsla á ferðamann á föstu verði. Seðlabankinn birtir ekki spár lengra fram í tímann.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur þessa spá Seðlabankans raunhæfa, enda reikni SAF með að ferðamannavöxturinn á næsta og þar næsta ári verði hóflegur og sjálfbær. Samtökin geri því ekki ráð fyrir sprengjuvexti á næstu tveimur árum.

„Við setjum það gjarnan í samhengi við hvernig vöxtur ferðamanna var í Evrópu á árunum fyrir hrun þar sem hann var á bilinu 3-6% á milli ára. Við teljum raunhæft að hér á Íslandi getum við horft fram á 2-5% vöxt í ferðamannafjölda á milli ára. Það er vöxtur sem við ættum að ráða ágætlega við svo lengi sem við pössum upp á að taka góðar og skynsamlegar ákvarðanir sem ýta undir dreifingu ferðamanna, ferðaþjónustunnar og verðmætasköpunar um allt land. Auk þess þarf að sjálfsögðu að huga að uppbyggingu og viðhaldi innviða.“

Ljóst sé að horfa verði til hvernig markaðssetningu á áfangastaðnum Íslandi til erlendra ferðamanna sé háttað, enda sé það breyta sem megi raunverulega hafa mikil áhrif á. „Með öflugri markaðssetningu erum við ekki einungis að einblína á að fjölga ferðamönnum heldur mun fremur að höfða til ferðamanna sem skilja eftir sig heldur meiri verðmæti.“

Áhrif fækkunar ferðamanna á stýrivaxtaferilinn

Í ljósi þess að þjónustuútflutningur er ríflega helmingur alls útflutnings hagkerfisins segir Brynjar Örn Ólafsson hagfræðingur vert að kanna hversu mikið erlendum ferðamönnum þarf að fækka til að breyta fyrirhuguðum stýrivaxtaferli í nýjustu Peningamálum Seðlabanks. Á meðfylgjandi grafi má sjá frávik frá grunnspá fyrir fjölda ferðamanna og frá grunnspá fyrir stýrivexti.

Fari svo að erlendir ferðamenn verði liðlega 100 þúsund færri á næsta ári en gert er ráð fyrir í spá Seðlabankans verða vextir um 0,2 prósentustigum lægri en í spánni. Verði þeir ríflega 450 þúsund færri verða vextir um 0,5 prósentustigi lægri. Niðurstöður líkansins gefa jafnframt til kynna að verði ferðamenn um 400 þúsund færri árið 2026 verða vextir um 1,5 prósentustigum lægri en í spánni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild hér.