Stór afþreyingarfyrirtæki í Bandaríkjunum hafa ráðið Larissa L. Knapp, fyrrum yfirmann hjá F.B.I., til að setja aukinn þunga í að stemma stigu við ólöglegu niðurhali á sjónvarpsefni.

Stór afþreyingarfyrirtæki í Bandaríkjunum hafa ráðið Larissa L. Knapp, fyrrum yfirmann hjá F.B.I., til að setja aukinn þunga í að stemma stigu við ólöglegu niðurhali á sjónvarpsefni.

Fyrirtækin gera þetta meðal annars vegna pressu frá fjárfestum, sem vilja sjá streymisþjónustur skila betri afkomu. Meðal fyrirtækja sem hafa tekið höndum saman eru Netflix, Disney, NBC Universal og Warner Bros.

Hlutverk F.B.I. liðans fyrrverandi verður m.a. að berjast fyrir því að löggjöf gegn ólöglegu streymi og niðurhali verði hert, auk þess að hafa hendur í hári þeirra sem standa fyrir ólöglegum streymis- og niðurhalssíðum.

Motion Picture Association rekur málið fyrir hönd afþreyingarrisanna en samtökin réðu Knapp nýverið sem aðstoðarframkvæmdastjóra.