Credit Suisse hefur sagt upp fjölda starfsmanna sem starfa á hinum ýmsu sviðum fyrir bankann í Kína.

Þar af hefur þriðjungi starfsmanna á fjárfestingabankasviði verið sagt upp og nærri helmingi starfsmanna á greiningardeildinni.

Bankinn tapaði 4 milljörðum franka á þriðja ársfjórðungi og var afkoma bankans á fyrstu níu mánuðum ársins neikvæð um 1,2 milljarða franka. Hlutabréf félagsins hafa lækkað um tæp 60% frá áramótum.

Hópuppsagnirnar eru hluti af niðurskurði bankans, en hann gaf það út á dögunum að hann ætlaði að fækka starfsgildum um 43-52 þúsund á næstu þremur árum, þar af um 2.700 fyrir lok árs.