Sidekick Holding, sérhæfður fagfjárfestasjóður undir SIV eignasýringu, tapaði 65 milljónum króna á síðasta ári. Sjóðurinn heldur utan um eignarhlut innlendra fjárfesta í heilbrigðistæknifyrirtækinu Sidekick Health.

Sidekick Health lauk 63 milljóna dala fjármögnun, eða sem nemur tæplega 8,5 milljörðum króna, árið 2022. Sú fjármögnunarlota var stækkuð síðasta haust samhliða kaupum á þýska félaginu Aidhere.

Í ársreikningi Sidekick Holding má sjá að Eignarhaldsfélagið Hof, félag bræðranna Sigurður Gísla og Jóns Pálmasonar, sem rekur Ikea á Íslandi og á Eystrarsaltslöndunum, fjárfesti í sjóðnum í fyrra. Eins stækkaði hlutur Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja á milli ára.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.

Sidekick Holding, sérhæfður fagfjárfestasjóður undir SIV eignasýringu, tapaði 65 milljónum króna á síðasta ári. Sjóðurinn heldur utan um eignarhlut innlendra fjárfesta í heilbrigðistæknifyrirtækinu Sidekick Health.

Sidekick Health lauk 63 milljóna dala fjármögnun, eða sem nemur tæplega 8,5 milljörðum króna, árið 2022. Sú fjármögnunarlota var stækkuð síðasta haust samhliða kaupum á þýska félaginu Aidhere.

Í ársreikningi Sidekick Holding má sjá að Eignarhaldsfélagið Hof, félag bræðranna Sigurður Gísla og Jóns Pálmasonar, sem rekur Ikea á Íslandi og á Eystrarsaltslöndunum, fjárfesti í sjóðnum í fyrra. Eins stækkaði hlutur Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja á milli ára.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.