Hátt í 1.500 starfsmenn hjá suðurkóreska tæknirisanum Samsung í Tamil Nadu-fylki í suðurhluta Indlands hafa verið í verkfalli undanfarna 11 daga. Rúmlega tvö þúsund starfsmenn starfa í verksmiðjunni í borginni Chennai.
Verksmiðjan, sem framleiðir heimilistæki, samsvarar rúmlega þriðjungi af þeim 12 milljörðum dala sem Samsung þénar á Indlandi.
Hátt í 1.500 starfsmenn hjá suðurkóreska tæknirisanum Samsung í Tamil Nadu-fylki í suðurhluta Indlands hafa verið í verkfalli undanfarna 11 daga. Rúmlega tvö þúsund starfsmenn starfa í verksmiðjunni í borginni Chennai.
Verksmiðjan, sem framleiðir heimilistæki, samsvarar rúmlega þriðjungi af þeim 12 milljörðum dala sem Samsung þénar á Indlandi.
Starfsmennirnir krefjast þess að Samsung viðurkenni nýstofnað verkalýðsfélag þeirra, Samsung India Labour Welfare Union, og segja að það geti einungis aðstoðað þá við að semja um betri laun og vinnutíma við stjórnendur.
Mótmælin, sem eru ein þau stærstu sem Samsung hefur séð á undanförnum árum, koma á sama tíma og Narenda Modi forsætisráðherra hefur verið að sækjast eftir erlendri fjárfestingu með því að gera Indland að nýjum staðgengli við Kína fyrir framleiðslu.
Samsung Indland hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fyrirtækið segir að velferð starfsmanna sé í forgangi. „Við höfum hafið viðræður við starfsmenn okkar í verksmiðjunni í Chennai um að leysa öll mál sem fyrst.“