Hagnaður fjárfestingafélagsins InfoCapital nam 242 milljónum króna í fyrra, samanborið við 1,9 milljarða tap árið 2022. Hlutdeild í afkomu nam 762 milljónum en var neikvæð um 580 milljónir árið áður. Þá var virðisbreyting verðbréfa og krafna neikvæð um 582 milljónir en var neikvæð um tæplega 1,5 milljarða árið 2022.
Hagnaður fjárfestingafélagsins InfoCapital nam 242 milljónum króna í fyrra, samanborið við 1,9 milljarða tap árið 2022. Hlutdeild í afkomu nam 762 milljónum en var neikvæð um 580 milljónir árið áður. Þá var virðisbreyting verðbréfa og krafna neikvæð um 582 milljónir en var neikvæð um tæplega 1,5 milljarða árið 2022.
Í skýrslu stjórnar segir að starfsemi félagsins hafi vaxið töluvert undanfarin ár en í fyrra jók félagið við hlut sinn í Every Data Inc. á árinu úr 34% í tæp 77% og var eignarhluturinn bókfærður á rúman milljarð. Stærsta eign félagsins er þriðjungshlutur í móðurfélagi Creditinfo sem er bókfærður á 4,2 milljarða króna. Þá á InfoCapital hlut í Gavia Invest, sem er stærsti hluthafi Sýnar, og Two Birds, sem er rekstraraðili Aurbjargar.
Bókfært eigið fé í árlok nam 11,5 milljörðum og skuldir námu aðeins um 16 milljónum. Reynir Grétarsson er framkvæmdastjóri og stærsti hluthafinn en Hákon Stefánsson, Ragnar Páll Dyer og Bjarni Gaukur Sigurðsson bættust í hluthafahópinn í fyrra.