Bílaumboðið Askja hefur þurft að innkalla 15 Mercedes-Benz CLA, GLA, A-Class og B-Class bifreiðar og 122 Mercedes-Benz Sprinter bifreiðar. Þetta kemur fram í tilkynningum til Neytendastofu .

Ástæða innköllunarinnar á CLA, GLA, A-Class og B-Class bifreiðunum er sökum galla í stýrisöxli en hætt er við að slag komi í hann. Eigendum þessara bifreiða hefur verið tilkynnt um innköllunina símleiðis.

Ástæða innköllunar Sprinter bifreiðanna stafar af galla í skinnu á bremsupedala. á að skinna losni sem tengist bremsupedala. Afleiðing þess er að bremsuljósin loga stöðugt. Eigendum bifreiðanna var tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.