Samkvæmt greiningu Landsbankans skar Ísland sig úr frá hinum Norðurlöndunum í þróun á fjölda gistinótta útlendinga fyrstu fimm mánuði ársins. Gistinóttum fækkaði hér milli ára en fjölgaði hins vegar á öllum hinum Norðurlöndunum.
Fjölgun gistinátta var þá langmest í Noregi, eða rúmlega 18% fleiri en á sama tímabili í fyrra.
Samkvæmt greiningu Landsbankans skar Ísland sig úr frá hinum Norðurlöndunum í þróun á fjölda gistinótta útlendinga fyrstu fimm mánuði ársins. Gistinóttum fækkaði hér milli ára en fjölgaði hins vegar á öllum hinum Norðurlöndunum.
Fjölgun gistinátta var þá langmest í Noregi, eða rúmlega 18% fleiri en á sama tímabili í fyrra.
Fram kemur að Noregur hafi sótt í sig veðrið sem vinsæll ferðamannastaður og hugsanlegt að ferðamenn hafi í einhverjum mæli valið Noreg frekar en Ísland eða Finnland sem áfangastað.
Ferðaþjónusta í Finnlandi hefur enn ekki náð sér á strik eftir faraldurinn og gistinætur erlendra ferðamanna þar eru enn nokkuð færri en fyrir faraldur.
Í greiningu Landsbankans segir hins vegar að þótt gistinætur erlendra ferðamanna hér á landi hafi verið færri en í fyrra sé staðan ekki svo slæm.
„Hafa ber í huga að síðasta ár var metár á flesta mælikvarða. Líklega eru það nokkrir samverkandi þættir sem skýra samdrátt í ferðaþjónustu frá fyrra ári. Má þar nefna áhrif eldhræringanna sem eru líklega að koma sterkast fram núna, auk þess sem hátt raungengi gerir ferðir til Íslands dýrari en ella.“