Hlutabréfaverð nær allra félaga á aðalmarkaði hafa hækkað frá opnun markaða í morgun eftir að Hagstofan greindi frá verulegri lækkun á ársverðbólgu í september.
Verðbólga mældist nokkuð undir spám greiningardeilda Íslandsbanka og Landsbankans og dróst saman um 0,6 prósentustig frá fyrri mánuði þegar hún mældist 6,0%.
Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,55% milli mánaða og mældist 2,8%. Árshækkun vísitölunnar án húsnæðis mældist 3,6% í ágúst.
Hlutabréfaverð nær allra félaga á aðalmarkaði hafa hækkað frá opnun markaða í morgun eftir að Hagstofan greindi frá verulegri lækkun á ársverðbólgu í september.
Verðbólga mældist nokkuð undir spám greiningardeilda Íslandsbanka og Landsbankans og dróst saman um 0,6 prósentustig frá fyrri mánuði þegar hún mældist 6,0%.
Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,55% milli mánaða og mældist 2,8%. Árshækkun vísitölunnar án húsnæðis mældist 3,6% í ágúst.
Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,11% í morgun og er velta komin yfir tvo milljarða.
Fasteignafélögin Reitir og Kaldalón leiða hækkanirnar þegar þetta er skrifað en gengi félaganna tveggja hækkaði um 4,5% hvort í fyrstu viðskiptum.
Hlutabréfaverð málmleitarfélagsins Amaroq, sem hefur verið á miklu skriði á síðustu vikum, hefur hækkað um 4%.
Gengi félagsins hafði hækkað um 24,5% á síðustu tveimur vikum fyrir viðskipti dagsins.