VÍS mun kaupa eigin bréf fyrir tæplega rúmlega milljarð króna, miðað við núverandi gengi bréfa félagsins, á næstunni samkvæmt endurkaupaáætlun þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til kauphallarinnar.

Tilkynnt var um kaupin undir lok síðasta mánaðar og barst samþykki frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands í dag. Endurkaup munu hefjast þegar í stað. Hámarksfjöldi hluta sem kaupa má verður 50 milljón hlutir eða 2,64% af útgefnu hlutafé félagsins.

„Verð fyrir hvern hlut skal að hámarki vera hæsta verð í síðustu óháðu viðskiptum eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboð í viðskiptakerfi Nasdaq Iceland, hvort sem er hærra. Hámarksmagn hvers viðskiptadags er 2.000.000 hlutir að nafnverði, sem er innan við fjórðungur af meðalveltu síðustu fjögurra vikna,“ segir í tilkynningu félagsins. Fyrir á VÍS 94,4 milljón hluti að nafnvirði í sjálfu sér.