Félagið Icelandic Home ehf. hefur fest kaup á blokkinni Valhallarbraut 763-764 sem er á Ásbrú í Reykjanesbæ fyrir 620 milljónir króna af verktakafyrirtækinu Munck. Blokkin er 3.516 fermetrar og var byggð árið 1986.
Icelandic Home, sem hét áður Vallarvinir, eru í eiga hóps fjárfesta, þar á meðal er Rea ehf., félag sem Skúli Skúlason, stjórnarmaður í Play, er stór hluthafi í, og Global fjárfestingafélag ehf., félags endurskoðandans Theodórs Siemsen Sigurbergssonar, framkvæmdastjóra og eins eigenda Grant Thornton.