Bergey fasteignafélag hefur keypt gömlu Mjólkurstöðina við Snorrabraut 54 fyrir 400 milljónir króna og áformar að endurbyggja húsið sem hágæða íbúðahótel. Húsið var byggt árið 1935 af Mjólkurfélagi Reykjavíkur.
Húsið er hannað í funkisstíl með klassískum áhrifum og nýtur verndar. Á árum áður voru fyrirtæki eins og Osta- og smjörsalan, Bylgjan, OZ og síðast Söngskólinn í Reykjavík með starfsemi í húsinu.
Bergey fasteignafélag hefur keypt gömlu Mjólkurstöðina við Snorrabraut 54 fyrir 400 milljónir króna og áformar að endurbyggja húsið sem hágæða íbúðahótel. Húsið var byggt árið 1935 af Mjólkurfélagi Reykjavíkur.
Húsið er hannað í funkisstíl með klassískum áhrifum og nýtur verndar. Á árum áður voru fyrirtæki eins og Osta- og smjörsalan, Bylgjan, OZ og síðast Söngskólinn í Reykjavík með starfsemi í húsinu.
Magnús Berg Magnússon, stjórnarformaður Bergeyjar fasteignafélags, segir að framkvæmdir séu í fullum gangi og sé stefnt á að opna íbúðahótelið á haustmánuðum 2025.
„Það er ótrúlega spennandi að taka við þessu sögufræga húsi. Í framkvæmdunum leitumst við við að halda í upprunalegt útlit hússins og erum til að mynda að endurgera glugga á framhlið hússins sem næst upprunalegri mynd en þeim hafði verið breytt í gegnum árin. Ketilhúsið og Skorsteinn eru illa farin en við komum til með að endurbyggja það svo húsið haldi sínu sterka einkenni.”
Hann segist mjög ánægður með samstarfið sem Bergey hefur átt við Reykjavíkurborg og að staðsetning hússins sé sömuleiðis frábær.
„Snorrabraut er að ganga í gegnum mikla endurnýjun en bak við íbúðahótelið er verið að reisa 40 íbúðir. Borgarlínan kemur til með að ganga í gegnum Snorrabraut og tengjast Hlíðarenda um Arnarhlíð. Þannig að við erum mjög bjartsýnir á framtíð svæðisins,” segir Magnús.