Íslenska verkfræðistofan Mannvit var nýlega keypt af alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu COWI Group og gengu kaupin í gegn 31. maí síðastliðinn. Steinunn Þorsteinsdóttir, sviðsstjóri innri þjónustu félagsins, segir að kaup COWI á Mannviti opni frekar á möguleika íslenskra ráðgjafa að sérhæfa sig.
„COWI hefur fjárfest töluvert meira í starfsþróun en íslenskar verkfræðistofur, sem að mér vitandi hafa ekki haft fjármuni til að fylgja slíku eftir. Núna fær starfsfólk okkar tækifæri til að fara inn í það ferli. Eins ef verk- eða tæknifræðingur á okkar vegum vill sérhæfa sig enn frekar, þá er það líka opnara eftir sameininguna. Núna getur starfsfólk okkar sérhæft sig enn meira ef vilji er fyrir því.“
Íslenska verkfræðistofan Mannvit var nýlega keypt af alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu COWI Group og gengu kaupin í gegn 31. maí síðastliðinn. Steinunn Þorsteinsdóttir, sviðsstjóri innri þjónustu félagsins, segir að kaup COWI á Mannviti opni frekar á möguleika íslenskra ráðgjafa að sérhæfa sig.
„COWI hefur fjárfest töluvert meira í starfsþróun en íslenskar verkfræðistofur, sem að mér vitandi hafa ekki haft fjármuni til að fylgja slíku eftir. Núna fær starfsfólk okkar tækifæri til að fara inn í það ferli. Eins ef verk- eða tæknifræðingur á okkar vegum vill sérhæfa sig enn frekar, þá er það líka opnara eftir sameininguna. Núna getur starfsfólk okkar sérhæft sig enn meira ef vilji er fyrir því.“
Hún segir íslenskar verkfræðistofur hafa þróast í takt við fjárfestingar í samfélaginu. Þegar samdráttur er í íslenska hagkerfinu eru stofurnar duglegri að sækja verkefni á erlendum mörkuðum en þegar uppsveifla er í efnahag landsins. Hún segir kaup COWI á Mannviti bjóða upp á ákveðinn stöðugleika.
„Þegar markaðurinn hér heima fer niður á starfsfólk okkar að geta tekið meiri þátt í verkefnum sem COWI er að sækja á erlendum mörkuðum; verkefni sem íslenskar stofur hafa ekki getað sótt því það er of kostnaðar- og áhættusamt. Þetta veitir starfsfólki okkar aukin tækifæri til þátttöku í áhugaverðum verkefnum.“
Fjallað er nánar um kaup COWI á Mannviti í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun.