Útgerðarfélag Reykjavíkur (áður Brim) keypti í dag tíu milljónir hluta í HB Granda á genginu 33,89 krónur á hlut. Félagið greiddi því 338,9 milljónir króna fyrir hlutina. Eftir viðskiptin á Útgerðarfélag Reykjavíkur um 38% hlut í HB Granda.

Útgerðarfélag Reykjavikur, er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra HB Granda. Hann varð stærsti hluthafi HB Granda í vor eftir að hafa keypt 34% hlut Hvals í HB Granda fyrir 21,7 milljarða króna á genginu 35 krónur á hlut.