Kosningateymi Donald Trump greindi frá því í gær að það hefði orðið fyrir tölvuárás. Teymið kennir írönskum stjórnvöldum um árásina, án þess þó að leggja fram haldbærar sannanir þess efnis.

Þetta kemur fram í grein hjá Reuters.

Yfirlýsingin var gefin út í kjölfar þess að bandaríska fréttaveitan Politico greindi frá því að hún hefði fengið fjölda tölvupósta í júlí frá nafnlausum heimildarmanni sem bauð upp á aðgang að gögnum innan kosningateymis Trump, þar á meðal skýrslu um veikleika varaforsetaefnis Trump, JD Vance.

Kosningateymi Donald Trump greindi frá því í gær að það hefði orðið fyrir tölvuárás. Teymið kennir írönskum stjórnvöldum um árásina, án þess þó að leggja fram haldbærar sannanir þess efnis.

Þetta kemur fram í grein hjá Reuters.

Yfirlýsingin var gefin út í kjölfar þess að bandaríska fréttaveitan Politico greindi frá því að hún hefði fengið fjölda tölvupósta í júlí frá nafnlausum heimildarmanni sem bauð upp á aðgang að gögnum innan kosningateymis Trump, þar á meðal skýrslu um veikleika varaforsetaefnis Trump, JD Vance.

„Þessi skjöl voru fengin á ólöglegan hátt í gegnum erlenda aðila sem eru óvinveittir Bandaríkjunum. Ætlun þeirra er að hafa áhrif á forsetakosningarnar og valda ringulreið í lýðræðislegu ferli okkar,“ var haft eftir Steven Cheung, talsmanni kosningateymis Trump, í yfirlýsingunni.

Kosningateymi Trump vitnaði í nýlega skýrslu frá Microsoft sér til stuðnings. Í skýrslunni var greint frá tilraunum íranskra tölvuþrjóta til að komast inn í aðgang háttsetts embættismanns innan bandarísks kosningateymis í júní síðastliðinn.

Tölvuþrjótarnir höfðu tekið yfir aðgang sem tilheyrði fyrrverandi pólitískum ráðgjafa og notuðu síðan aðganginn til að ráðast á aðgang embættismannsins, að því er kemur fram í skýrslunni.

Microsoft hefur neitað að nefna embættismanninn á nafn sem varð fyrir tölvuárásinni og hefur ekki veitt frekari upplýsingar eftir birtingu skýrslunnar.