Jóhann Ingi Kristjánsson, stjórnarformaður Parlogis og stjórnarformaður og meðstofnandi Good Good, og Inga Rósa Guðmundsdóttir, lyfjafræðingur, hafa fest kaup á 397 fermetra einbýlishúsi að Einimel 17 í Vesturbæ Reykjavíkur. Kaupverð hússins nam 370 milljónum króna og fermetraverð var því um 932 þúsund krónur.
Seljendur eru Kristinn Hallgrímsson, hæstaréttarlögmaður og meðeigandi ARTA lögmanna, og Helga Birna Björnsdóttir, dönskukennari.
Jóhann Ingi Kristjánsson, stjórnarformaður Parlogis og stjórnarformaður og meðstofnandi Good Good, og Inga Rósa Guðmundsdóttir, lyfjafræðingur, hafa fest kaup á 397 fermetra einbýlishúsi að Einimel 17 í Vesturbæ Reykjavíkur. Kaupverð hússins nam 370 milljónum króna og fermetraverð var því um 932 þúsund krónur.
Seljendur eru Kristinn Hallgrímsson, hæstaréttarlögmaður og meðeigandi ARTA lögmanna, og Helga Birna Björnsdóttir, dönskukennari.
Jóhann Ingi er sem fyrr segir einn af stofnendum íslenska nýsköpunar- og matvælafyrirtækisins Good Good. Félagið hefur vaxið hratt á undanförnum árum og gert sig gildandi á erlendum mörkuðum, einkum í Bandaríkjunum.