China Eastern Airlines (CEA) er fyrsta flugfélagið í Kína, og heiminum, sem tekur nýja tegund af kínverski farþegaþotu í þjónustu sína.

Comac C919 er smíðuð af kínverska ríkisfélaginu COMAC en smíði á hugmyndaútgáfu af vélinni hófst árið 2011, hún var tilbúin 2015 en fór í sitt fyrsta flug árið 2017.

Fyrsta vélin var afhent CEA í nótt en fyrsta C919 er í svipaðri stærð og Boeing 737 og Airbus A320, sem eru algengustu farþegaflugvélarnar.

Markmið Kínverja er að vera ekki háðir ameríska Boeing og evrópska Airbus.

Amerísk flugfélög eru stærst í heimi og verma efstu fimm sætin á lista yfir flestar flugvélar,með yfir 750 flugvélar í flotanum. American Airlines er þeirra stærst með 928 vélar.

En kínversk flugfélög eru í 5-8 sæti með 477-644 vélar í flota sínum.

China Eastern Airlines var með 610 vélar, þar af 298 Airbus A320 og 186 Boeing 737 NG/Max.