Eignar­halds­fé­lagið KKR hefur gengið frá stærstu fast­eigna­kaupum í sögu fé­lagsins en fyrir­tækið keypti ný­verið 5.200 í­búðir víðs vegar um Banda­ríkin.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal er heildar­kaup­verðið um 2,1 milljarður Banda­ríkja­dala sem sam­svarar um 293 milljörðum króna á gengi dagsins.

Um er að ræða í­búðar­blokkir í ríkjum eins og Texas, Kali­forníu og New Jer­s­ey svo dæmi séu tekin en kaupin eru sögð sýna bjart­sýni fjár­festa á að fjöl­skyldu­hús­næði innan borgar­marka muni taka við sér.

Eignar­halds­fé­lagið KKR hefur gengið frá stærstu fast­eigna­kaupum í sögu fé­lagsins en fyrir­tækið keypti ný­verið 5.200 í­búðir víðs vegar um Banda­ríkin.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal er heildar­kaup­verðið um 2,1 milljarður Banda­ríkja­dala sem sam­svarar um 293 milljörðum króna á gengi dagsins.

Um er að ræða í­búðar­blokkir í ríkjum eins og Texas, Kali­forníu og New Jer­s­ey svo dæmi séu tekin en kaupin eru sögð sýna bjart­sýni fjár­festa á að fjöl­skyldu­hús­næði innan borgar­marka muni taka við sér.

Sam­kvæmt WSJ er KKR einnig að veðja á að leigu­verð muni hækka á komandi árum en leigu­verð í Banda­ríkjunum hefur staðið í stað síðast­liðið ár sam­hliða stór­auknum fram­kvæmdum. Auknar fram­kvæmdir sam­hliða háum vöxtum hafa þrýst í­búða­verði víðs vegar um Banda­ríkin niður á við.

Qu­aterrea, fast­eigna­armur byggingar­fyrir­tækisins Lennar, seldi KKR stóran hluta eigna­safns síns í við­skiptunum. Sam­kvæmt árs­upp­gjöri Lennar hefur fyrir­tækið verið að tapa peningum á í­búðar­út­leigum nokkra árs­fjórðunga í röð.

Verð á í­búðum hefur lækkað um 20% frá því það náði há­marki í júlí 2022 sam­kvæmt gögnum MSCI. Þá hefur dregið tölu­vert úr í­búða­kaupum á síðustu árum en KKR virðist veðja á að leigu­verð muni hækka og í­búðir hækka að verði.